Tollverðir stöðvuðu nær 48 kíló af fíkniefnum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollverðir stöðvuðu nær 48 kíló af fíkniefnum

06.01.2016

Tollverðir stöðvuðu rúmlega 47.6 kíló af fíkniefnum sem smygla átti til landsins á nýliðnu ári 2015. Að auki voru rúmlega 209. 600 e – töflur haldlagðar. Undirstrikað skal að um bráðabirgðatölur er að ræða. Jafnframt að um er að ræða haldlagningar fíkniefna á landamærum en inni í þessum tölum eru ekki haldlagningar lögreglu innanlands.

Af ofangreindu magni fíkniefna voru um um 20.6 kíló e - duft, rúm níu kíló af amfetamíni, rúm níu kíló af kókaíni og rúm átta kíló af hassi. Til viðbótar var tekið minna magn af öðrum fíkniefnum svo sem af metamfetamíni. Þessi mikli árangur byggir a góðu samstarfi tolls og lögreglu.

Til samanburðar má geta þess að á árinu 2014 stöðvuðu tollverðir samtals tæp 700 grömm af amfetamíni, 44 grömm af e-töfludufti, rúmlega 1.3 kíló af kókaíni og tæpt kíló af hassi, auk annarra tegunda fíkniefna svo sem LSD og MDMA - vökva. Ljóst er að þarna er um stórfellda aukningu á haldlagningu fíkniefna að ræða milli ára. Lögregla í viðkomandi umdæmum hefur farið með rannsókn málanna.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.


Til baka