Breytingar vegna QA og QB gjalds af eftirlitsskyldum rafföngum, sem taka gildi 1. september 2014

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar vegna QA og QB gjalds af eftirlitsskyldum rafföngum, sem taka gildi 1. september 2014

29.08.2014

Varðar innflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. september 2014.

Frá og með 1. september 2014 flyst forræði rafmagnsöryggismála frá Brunamálastofnun og Neytendastofu til Mannvirkjastofnunar. Þetta hefur í för með sér eftirfarandi breytingar varðandi gjald af eftirlitsskyldum rafföngum við innflutning gjaldskyldra vara.  Gjöldin hafa verið þessi:
     QA  Gjald af eftirlitsskyldum rafföngum  (0,15%) Neytendastofa 
     QB  Gjald af eftirlitsskyldum rafföngum  (0,15%) Brunamálastofnun

Frá og með 1. september 2014 verða öll tollskrárnúmer, sem áður báru QA gjald, skráð með QB gjald og þannig verða allar gjaldskyldar vörur með QB gjald af eftirlitsskyldum rafföngum:
     QB  Gjald af eftirlitsskyldum rafföngum  (0,15%) Mannvirkjastofnun
Sömu tollskrárnúmer eru gjaldskyld frá og með 1. september 2014 og gjaldskyld voru fyrir þann tíma.

Laga- og reglugerðarbreytingar
Lög nr. 39/2014 um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna færslu eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar (forræði rafmagnsöryggismála). Reglugerð nr. 785/2014 um breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki, með síðari breytingum. Ennfremur reglugerð nr. 786/2014 um breytingu á reglugerð nr. 397/2012 um rafsegulsamhæfi.

Ábendingar
Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

Á vef Tollstjóra má skoða aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir 1. september 2014 með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Tollstjóra.

Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði
Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. september 2014, eru aðgengilegir hér á vef Tollstjóra. Aðeins tollskrárlyklar vegna innflutnings taka breytingum.

Nánari upplýsingar
Um tæknilega framkvæmd: Upplýsingatæknideild, Rekstrar- og upplýsingatæknisviði, hjá Tollstjóra: ttu[hja]tollur.is eða þjónustuvakt, sími: 560 0505.
Um tollamál og tollafgreiðslu: Þjónustuver tollasviðs Tollstjóra, sími 560 0315.

 

Til baka