Íslenska ríkið sýknað í máli gegn Bílaleigunni Bergi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Íslenska ríkið sýknað í máli gegn Bílaleigunni Bergi

03.06.2013

Fimmtudaginn 30. maí s.l. var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli íslenska ríkisins gegn Bílaleigunni Bergi ehf.   Bílaleigan krafðist þess að ákvörðun Tollstjóra um að afturkalla eftirgjöf af vörugjaldi yrði ógilt.  Þeirri kröfu var vísað frá dómi.  Bílaleigan krafðist þess einnig að íslenska ríkinu yrði gert að greiða Bílaleigunni þá fjárhæð sem félagið hafði greitt vegna ákvörðunar Tollstjóra.  Ekki var fallist á að í reglugerðinni sem útfærði skilyrði fyrir eftirgjöf vörugjalds hefði falist óheimilt framsal skattlagningarvalds né heldur að um hefði verið að ræða brot gegn atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár.  Þá var ekki fallist á að málsmeðferð Tollstjóra skyldi leiða til þess að Bílaleigunni Berg bæri réttur til endurgreiðslu þess gjalds sem innt hefði verið af hendi og var íslenska ríkið því sýknað af fjárkröfunni.   

Sjá dóminn í heild:  http://haestirettur.is/domar?nr=8876

Til baka