Breyting á reglum um smásendingar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breyting á reglum um smásendingar

27.03.2013

Í dag tók gildi breyting á reglugerð 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru.  Breytingin varðar smásendingar.  Tollverð smásendingar má nú ekki vera yfir 40.000 í stað 30.000 áður.  Eftir sem áður teljast ekki til smásendinga vörur sem háðar eru innflutningstakmörkunum eða -banni og ekki mega vörurnar vera fluttar inn í atvinnuskyni.   Þá er einnig gerð sú breyting að nóg er að viðtakandi staðfesti móttöku með undirritun en ekki er lengur gerð krafa um að sú undirritun sé á tollskýrslu. 

Breytingarreglugerðin nr. 279/2013

Reglugerð nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru

Til baka