Áfengisgjöld - ný reglugerð

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Áfengisgjöld - ný reglugerð

23.11.2012

Tekið hefur gildi reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru.  Samkvæmt reglugerðinni skal ekki lengur skuldfæra áfengisgjöld við innflutning áfengis.   Þó skal Tollstjóri veita skráðum innflytjendum áfengis greiðslufrest gegn framlagningu fjártryggingar.  Heimilt er að falla frá kröfu um fjártryggingu að nánari skilyrðum uppfylltum, m.a. að viðkomandi hafi staðið í skilum með opinber gjöld, hafi stundað reglubundinn innflutning á áfengi sem sambærilegur er með tilliti til álagðra áfengisgjalda a.m.k. undanfarin 2 ár, stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og prókúruhafar hafi óflekkað mannorð og hafi ekki á síðustu 10 árum fengið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt hegningarlögum eða öðrum lögum, s.s. tollalögum og skattalögum. 

Til baka