Smygl í vöruflutningaskipi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Smygl í vöruflutningaskipi

09.08.2012

Þann 7. ágúst síðastliðinn haldlögðu tollverðir smygl úr vöruflutningaskipinu Arnarfelli í eigu Samskipa. Skipið lá við Vogabakka í Reykjavík og var að koma frá Evrópu. Smyglið var haldlagt eftir að einn áhafnarmeðlimur var stöðvaður á bifreið á leið út af athafnasvæði Samskipa. Í fórum hans fundust 36 ltr. af sterku áfengi, 5.400 stk. af vindlingum, 5.2 lítrar af léttvíni og 640 gr. af fínkorna neftóbaki. Alls viðurkenndu fjórir áhafnarmeðlimir að eiga varninginn. Málið telst upplýst og hafa skipverjarnir þegar greitt sekt að upphæð 400.000 þúsund krónum.

Áfengi - myndin tengist fréttinni ekki beint
Áfengi - myndin tengist fréttinni ekki beint

 

Tollstjóri veitir ekki frekari upplýsingar um málið.


Við minnum á upplýsingasímann 800 5005, sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Hafir þú upplýsingar varðandi fíkniefnamál, sem þú vilt koma á framfæri, getur þú hringt nafnlaust í síma 800 5005.
Símsvari tekur við skilaboðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Einnig er hægt að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning eða hringja í smyglsímann 552 8030.

 

Til baka