Tilkynning um breytingar á tollskrá o.fl. sem tók gildi 1. nóvember 2011

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tilkynning um breytingar á tollskrá o.fl. sem tók gildi 1. nóvember 2011

01.11.2011

Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar, auk annarra.

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. nóvember 2011

Ábending

Þegar leiðrétta/breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar gjöld skv. þeim lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og tollafgreiðslugengi þess dags. Gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

 Breyting á tollskrá o.fl.

Breytingin er skv. lögum nr. 121/2011 um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, lögum nr. 97/1987, um vörugjald, og tollalögum, nr. 88/2005, m.s.br.  Breytingarnar varða einkum lestölvur og rafrænar bækur (bókartexta á rafrænu formi).

Breytingin á tollskrá er komin í tollskrána á vef Tollstjóra:

https://vefskil.tollur.is/tollalinan/tav/

Þar má skoða texta tollskrárinnar og aðflutningsgjöld o.fl. á tollskrárnúmerum.

Þessi tollskrárnúmer falla úr gildi:

8519.8100 og 8519.8900. Ný tollskrárnúmer taka gildi í þeirra stað.

Breytt vörusvið:

8521.9029; vara sem áður flokkaðist í þetta tollskrárnúmer gæti átt að fara í nýtt tollskrárnúmer: 8521.9023

8543.7001; vara sem áður flokkaðist í þetta tollskrárnúmer gæti átt að fara í nýtt tollskrárnúmer: 8543.7003

Nótur í tollskrárnúmeri 4904.0000 fá Ö3 vsk 7% í stað Ö4 25,5%

Sjá nánar lög nr. 121/2011.

Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði

Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. nóvember 2011 verða aðgengilegir á vef Tollstjóra þann dag:

http://www.tollur.is/tollskrarlyklar   

Nánari upplýsingar

Um tollamál og tollafgreiðslu: Upplýsingadeild tollasviðs Tollstjóra, sími 560 0315

Um tæknilega framkvæmd: TTU-deild, tölvukerfi tollafgreiðslu og upplýsingavinnsla, hjá Tollstjóra

ttu[hja]tollur.is eða TTU þjónustuvakt, sími: 560 0505

Til baka