Fíkniefni innvortis 2011

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fíkniefni innvortis 2011

17.02.2011

Það sem af er árinu hafa fjórir farþegar verið teknir með fíkniefni innvortis af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli.

Tveir af þessum farþegum komu frá Kaupmannahöfn og tveir frá London, tveir karlar og tvær konur.

Tveir eru Litháar einn Dani og einn Íslendingur.

Fíkniefnin sem þau voru með eru 357,8 gr af kókaíni, 145,41 gr af amfetamíni, 148,68 gr af MDMA mulningi ásamt 0,5 gr af amfetamíni og síðan 98,31 gr af kókaíni.

Til samanburðar voru sex farþegar teknir allt árið 2010 með fíkniefni innvortis.

Öll þessi mál eru til rannsóknar hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Með fíkniefni innvortis


Við minnum á upplýsingasímann 800 5005, sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Hafir þú upplýsingar varðandi fíkniefnamál, sem þú vilt koma á framfæri, getur þú hringt nafnlaust í síma 800 5005.
Símsvari tekur við skilaboðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Einnig er hægt að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning eða hringja í smyglsímann 552 8030.

Til baka