Smygl í flutningaskipi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Smygl í flutningaskipi

11.02.2011

Miðvikudaginn 09.02.2011 stóð tollgæslan fyrir umfangsmikilli leit í m/s Arnarfelli gámaflutningaskipi sem var að koma frá Evrópu.  Í leitinni tóku þátt alls 13 tollverðir, einnig var notast við fíkniefnaleitarhunda og gámagegnumlýsingarbifreið.

Við leitina í skipinu fundust tæplega 300 lítrar af sterku áfengi, 140 karton af sígarettum, talsvert af bjór og um 500 skammtar af lyfinu Kamagra.

Fimm áhafnarmeðlimir hafa nú þegar játað að hafa smyglað varningnum til landsins og telst málið að mestu upplýst.

Hér eru nokkrar ljósmyndir

 

Til baka