Breyting á tollskrá 31. janúar 2011 og breytingar á vörugjöldum af ökutækjum 1. janúar 2011

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breyting á tollskrá 31. janúar 2011 og breytingar á vörugjöldum af ökutækjum 1. janúar 2011

31.01.2011

Breyting á tollskrá, 87. kafla (ökutæki) og vörulið 2309 í tollskrá tekur gildi 31. janúar 2011 og atriði varðandi breytingar á vörugjöldum af ökutækjum 1. janúar 2011 

Varðar m.a. innflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 31. janúar 2011. 

Ábending.
Þegar leiðrétta/breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar gjöld skv. þeim lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og tollafgreiðslugengi þess dags. Gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

1.
Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði fyrir hugbúnaðarhús, innflytjendur og tollmiðlara verða aðgengilegir á vef Tollstjóra 31. janúar 2011.
Sjá hér: http://www.tollur.is/tollskrarlyklar

VEF-tollskráin á vef Tollstjóra verður uppfærð næstu daga.

2.
Breyting varð á tollskrá 1. janúar 2010, skv. auglýsingu nr. 166/2010 (A-deild Stjórnartíðinda); vöruliðum 8702 og 8703.

Önnur breyting varð á tollskrá skv. auglýsingu nr. 4/2011. Með þessari auglýsingu eru gerðar leiðréttingar á prentvillum, CO2 útblástursbili í texta, eftirfarandi tollskrárnúmera:
8703.2128
8703.2129
8703.2138
8703.2139
8703.2228
8703.2229
8703.2238
8703.2239
8703.2328
8703.2329
8703.2338
8703.2339
8703.2428
8703.2429
8703.2438
8703.2439
8703.3128
8703.3129
8703.3138
8703.3139
8703.3228
8703.3229
8703.3238
8703.3239
8703.3328
8703.3329
8703.3338
8703.3339
Jafnframt var einu bandstriki ofaukið fyrir framan „Notuð" fyrir neðan tollskrárnúmerið 8703.3230.
Aðrar breytingar eru ekki á vöruliðum 8702 og 8703 í auglýsingunni. 

Í auglýsingunni er breyting á vörulið 8704, sem varðar ökutæki með vörupalli að heildarþyngd 5 tonn eða minna (pick-up bílar), en þau ökutæki skulu bera vörugjöld eins og fólksbílar.

2.
Með lögum nr. 156/2010 um breyting á lögum nr. 29/1993 um vörugjald af ökutækjum . . ., urðu nokkrar breytingar á heimildum til lækkunar og undanþágu vörugjalds.
Texti á undanþágukódum hefur verið uppfærður frá og með 31. janúar 2011 í Tollalínu í samræmi við lögin, þ.e. tilvísanir í lagaákvæði sem eiga við undanþágukóda. Allir viðskiptavinir Tollstjóra geta skoðað undanþágukóda í Tollalínu á vef Tollstjóra í opnum aðgangi: Fara í Tollalínu og í gráa valborða vinstramegin velja Tollskrá, Skilmála og síðan Undanþágur.

Eftirtaldir undanþágukódar hafa verið felldir úr gildi:
LÖT04 M* gjald af ökutæki - Snjóplógar                               
LÖT07 M* gjald af ökutæki - Dráttarvél til nota á lögbýli            
LÖT14 M* gjald af ökutæki - Bifreiðar til líkflutninga - Lækkun    
LÖT25 M* gjald af ökutæki - bifr. til ökukennslu og leigubifreið   

Nýr undanþágukódi:
LÖT29 M* gjald af ökutæki - Sérútbúnar bifreiðar til fólksflutninga.

3.
Texti með gjaldakódum vörugjalds af ökutækum hefur einnig verður uppfærður, m.t.t. breytinganna skv. lögum nr. 156/2010.
Gjaldakóda aðflutningsgjalda má skoða á sama hátt og undanþágukóda í Tollalínu eins lýst er hér ofar í lið 2.

Nánari upplýsingar
Um tæknilega framkvæmd: TTU-deild, tölvukerfi tollafgreiðslu og upplýsingavinnsla, hjá Tollstjóra
ttu[hja]tollur.is eða TTU þjónustuvakt, sími: 560 0505
Um tollamál og tollafgreiðslu: Upplýsingadeild tollasviðs Tollstjóra, sími 560 0315

Til baka