Tollmiðlaranámskeið Tollskóla ríkisins

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollmiðlaranámskeið Tollskóla ríkisins

22.10.2010

Tollmiðlaranámskeið Tollskóla ríkisins hefst 8. nóvember 2010. Á námskeiðinu er farið yfir lög og reglur sem gilda um tollmeðferð vöru, þar á meðal tollflokkun, tollskýrslugerð, meðferð ótollafgreiddrar vöru, ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda og upplýsingum sem veittar eru tollyfirvöldum, og reglum um greiðslufrest aðflutningsgjalda.

Athygli er vakin á því að starfsmenn tollmiðlara, sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra, skulu hafa sótt námskeiðið.

Nánari upplýsingar:

Dagsetning:

8. - 19. nóvember 2010 og
5. - 28. janúar 2011

Tími:

kl. 13.00 - 16:00

Lengd:

100 kennslustundir

Staður:

Tryggvagata 19

Kostnaður:

125.000 kr.

 

Skráningarfrestur er til 1. nóvember 2010

Nánari upplýsingar veitir Gunnlaug Hartmannsdóttir starfsþróunarstjóri í síma 5600-551 / 8422551, netfang: gunnlaug.hartmannsdottir@tollur.is

Skráið ykkur hér

Til baka