Staða þín hjá innheimtumanni ríkissjóðs

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Staða þín hjá innheimtumanni ríkissjóðs

16.11.2006

Á þjónustusíðu ríkisskattstjóra getur fólk nú skoðað greiðslustöðu sína við innheimtumann ríkissjóðs.

Á síðunni birtast upplýsingar um skatta og önnur gjöld sem innheimtumenn ríkissjóðs innheimta, þar birtast þó ekki upplýsingar um önnur sveitarsjóðsgjöld en útsvar (t.d. fasteignagjöld).

Hægt er að tengjast þjónustusíðunni beint frá vef tollstjórans í Reykjavík með því að smella á hnappinn Staðan þín á forsíðunni og víðar.

Til að skrá sig inn á þjónustusíðuna er notuð kennitala og veflykill (sá sami og notaður er til að skila skattframtali), á þjónustusíðunni er svo smellt á tengillinn Staða þín hjá innheimtumanni undir Ný þjónusta í boði.

Athugið að þjónustan birtist aðeins hjá þeim sem búið hafa til sinn eigin veflykil, en það hafa allir gert sem skilað hafa skattframtali rafrænt.

Á þjónustusíðunni eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að fá nýjan veflykil, hafi hann gleymst .

 

Til baka