Þjálfun fíkniefnaleitarhunda lögreglu og tollgæslu

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Þjálfun fíkniefnaleitarhunda lögreglu og tollgæslu

03.02.2005

Ríkislögreglustjórinn og tollgæslan hafa tekið upp samvinnu um þjálfun á fíkniefnaleitarhundum. Þessa dagana stendur yfir námskeið fyrir lögreglumenn og tollverði sem stjórna leitarhundum og var Rolf von Krogh, sérfræðingur norskra tollyfirvalda, fenginn til að annast þjálfunina. Um tuttugu leitarhundar á vegum lögreglunnar og tollgæslunnar hafa verið þjálfaðir til að leita að fíkniefnum en að þessu sinni eru sjö leitarhundar og stjórnendur þeirra á námskeiðinu.

 

Samstarfið felur það í sér að Ester Pálmadóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, mun hafa yfirumsjón með þjálfun og úttektum á fíkniefnaleitarhundum lögreglunnar á landsbyggðinni.

Til baka