Reglugerð um tóbaksgjald og merkingar tóbaks

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Reglugerð um tóbaksgjald og merkingar tóbaks

17.01.2005

Gefin hefur verið út ný reglugerð um tóbaksgjald og merkingar tóbaks nr. 1082/2004. Tekur hún gildi í dag, 17. janúar. Samkvæmt reglugerðinni er innflytjanda tóbaks í atvinnuskyni skylt að tilkynna tollstjóranum í Reykjavík um innflutnings tóbaks. Þetta gildir þó innflytjandi eigi lögheimili annarsstaðar en í Reykjavík.

 

Tilkynningin verður að berast tollstjóranum í Reykjavík í frumriti, undirrituð af forráðamanni fyrirtækis. Þegar heimildarnúmer hefur verið gefið út er ljósrit tilkynningar sent innflytjanda.

Til baka