Hvað mega ferðamenn flytja með sér tollfrjálst til landsins?
Ferðamönnum, sem búsettir eru hér á landi, er heimilt að hafa með sér við komu til landsins án greiðslu aðflutningsgjalda:
- Ferðabúnað og annan farangur sem þeir höfðu með sér í ferð til útlanda.
- Varning sem fenginn er erlendis, í fari eða í tollfrjálsri verslun hér á landi, að verðmæti allt að kr. 88.000, miðað við smásöluverð á innkaupsstað. Börn yngri en 12 ára skulu njóta að hálfu þessara réttinda.
- Einnig áfengi og tóbak samkvæmt þessum reglum.
Meiri upplýsingar um tollfríðindi ferðamanna