Hvað má taka mikið af áfengi og tóbaki tollfrjálst inn í landið?
Sterkt áfengi | Létt áfengi | Bjór | Tóbak | |
---|---|---|---|---|
1 lítra | 0,75 lítra | 3 lítra | 200 stk. sígarettur eða 250 gr af öðru tóbaki | |
eða: | 1 lítra | 0 | 6 lítra | 200 stk. sígarettur eða 250 gr af öðru tóbaki |
eða: | 0 | 1,5 lítra | 12 lítra | 200 stk. sígarettur eða 250 gr af öðru tóbaki |
eða: | 0 | 3,0 lítra | 6 lítra | 200 stk. sígarettur eða 250 gr af öðru tóbaki |
eða: | 0 | 0 | 18 lítra | 200 stk. sígarettur eða 250 gr af öðru tóbaki |
Sjá einnig töflu með fleiri mögulegum útfærslum þegar áfengi er keypt og tollfríðindi nýtt.
Sterkt áfengi er áfengi sem í er meira en 21% af vínanda að rúmmáli og léttvín er áfengi, annað en öl, sem í er minna af vínanda en 21%.
Hafi ferðamaður meðferðis meira magn af áfengum drykkjum en heimilað er getur hann flutt inn umframmagnið gegn greiðslu áfengisgjalds og virðisaukaskatts, enda hafi viðkomandi gert grein fyrir og framvísað varningnum við tollgæslu.
- Lágmarksaldur til innflutnings áfengis er 20 ár.
- Lágmarksaldur til innflutnings á tóbaki er 18 ár.
- Tollgæsla getur krafist þess að lágmarksaldur sé sannaður með framvísun persónuskilríkja.
Meiri upplýsingar um tollfríðindi ferðamanna
Reglugerð 630/2008 um ýmis tollfríðindi
Lög nr. 96/1995 um gjald af áfengi og tóbaki